Færnimerkin plástra

Plástra

Drekaskátar

Tilheyrir þemanu skyndihjálp í Febrúar
ásamt eftirfarandi færnimerkjum.

Færnimerki bjarga

Forsenda þess að vera skáti og geta tekið þátt í hinum ýmsu ævintýrum er að vita hvað skal gera ef slys og óhöpp verða. Það er mikilvægt að allir í flokknum viti á að gera þegar einhver meiðir sig eða slasast og það er hughreystandi að vita að vinir þínir viti hvað skal gera ef þú meiðir þig í ævintýrum ykkar í skátunum.

Reynir á

  • Lausnaleit
  • Líkamlegt atgervi
  • Að hugsa vel um eigin líkama
  • Samvinnu

Kröfur

Til að fá færnimerkið “Plástra” þarftu að þekkja til og geta sýnt flokknum þínum og foringja eftirfarandi:

  • Hvernig meðhöndla skal minni sár og skurði.
  • Hvernig á að búa um og hækka upp særða útliminn.
  • Hvernig hægt er að fyrirbyggja nuddsár (eins og hælsæri) og hvernig á að meðhöndla þau ef þú færð þau.
  • Vita hverjir eru mikilvægustu hlutirnir í sjúkrakassanum og hvernig á að nota þá.
  • Hvernig á að hringja á sjúkrabíl, slökkvilið og lögreglu og hvaða upplýsingar þarf að gefa upp þegar hringt er.

Skráðu þig í Vogabúa

Skemmtilegt starf fyrir skáta á öllum aldri

Skráning í félagið