Hjálpa

Fálkaskátar

Tilheyrir þemanu skyndihjálp í Febrúar
ásamt eftirfarandi færnimerkjum.

Færnimerkin plástra
Færnimerki bjarga

“Hjálpa” er framhald af færnimerkinu “Plástra”. Hér lærir þú hvernig hægt er að hjálpa slösuðum, hvað þarf til að veita fyrstu hjálp og hvernig hægt er að koma í veg fyrir að einhver slasi sig. Áður en haldið er af stað að nema ókunn lönd er mikilvægt að vera viðbúin/n og kunna að meðhöndla áverka og slys sem upp kunna að koma.

Reynir á

  • Lausnaleit
  • Líkamlegt atgervi
  • Að hugsa vel um eigin líkama
  • Samvinnu

Kröfur

Til að fá færnimerkið “Hjálpa” þarftu að kunna og geta sýnt flokknum þínum og foringja að þú þekkir og kunnir skil á því sem færnimerkið “Plástra” krefst af þér.

Að auki þarftu að kunna skil á eftirfarandi:

  • Að forgangsraða miðað við ABCD.
  • Að losa um öndunarveg og framkvæma blástursmeðferð.
  • Að leggja í hliðarlegu.
  • Að búa um tognaðan ökkla.
  • Að vita hvaða neyðarhjálparbúnað skal hafa með í göngur.
  • Sýna að þú getir séð um eigið persónulegt hreinlæti í tjaldútilegu.
  • Þekkja einkenni næringar- og vökvaskorts og vita hvernig má koma í veg fyrir hann.

Skráðu þig í Vogabúa

Skemmtilegt starf fyrir skáta á öllum aldri

Skráning í félagið