Skátastarf er skemmtileg samverustund fyrir alla fjölskylduna

Vogabúar kynna Fjölskylduskátaflokk sem er nýjung í Grafarvogi og Grafarholti. Flokkurinn gefur fjölskyldum færi á að eiga ljúfa og góða samverustund við skátaheimilið í Logafold, í nærliggjandi umhverfi og á skemmtilegum svæðum í og við borgina. Starfið byggist upp á sömu þemum og eru notuð í öðrum skátaflokkum félagsins og geta verið m.a. útivera, útieldun, vísindi, saga o.m.fl.

Börnin fá möguleika á því að taka þátt í krefjandi og spennandi skátaupplifun þar sem þau fá að upplifa það að vera virk í skátastarfi og eiga góðar stundir með fjölskyldunni. Foreldri sem og aðrir fjölskyldumeðlimir eru virkir þátttakendur með börnunum á öllum skátafundum og eru þar til að upplifa sjálf skátastarfið og til að styðja börn sín og hvetja.

Starfið er ætlað börnum niður í 5 ára aldur og yngri börnum er velkomið að mæta með og þarf ekki að skrá þau sérstaklega. Þeir sem eru skráðir í Drekaskáta, Fálkaskáta eða Dróttskáta og foringjar í félaginu fá þátttöku í fjölskylduskátum sér að kostnaðarlausu.

Dæmi um dagskrá:

  • Ratleikur í Laugardaglnum
  • Gönguferð á Úlfarsfell kakó og gleði á toppinum
  • Feluleikur í Hellisgerði
  • Kindlagerð í skátaheimili
  • Jólapartý/blisganga, piparkökur og kakó
  • Þrettándagleði Vogabúa
  • Sleða, þotu, piknik í Elliðaárdal í Átrúnsbrekku
  • Fuglafundur – fugla fræðsla, fóðurgerð
  • Snjóhúsagerð
  • Kvöldvökur með félaginu
  • Heimsókn í félagsútilegur
  • Maríuhellar með vasaljós
  • Náttúrubingó í Heiðmörk
  • Minecraft fundur
  • Gróttuvitaferð
  • Fjöruferð – kastali, stífla,
  • Gönguferðir á Úlfarsfell, kringum rauðavatn,
  • Fjársjóðsferð
  • Veiði og dorgferð
  • Viðey/Geldinganes

Óska eftir símtali

    Starfsmaður Vogabúa mun hafa samband við þig og svara spurningum þínum um skátastarfið.

    Skráðu þig í Skátafélagið Vogabúar

    Skemmtilegt starf fyrir skáta á öllum aldri

    Skráning í félagið