Skátafélagið Vogabúar í Grafarvogi og Grafarholti

Skátafélagið Vogabúar er aðildarfélagi Skátasambands Reykjavíkur og hefur starfssvæðið Grafarvog og Grafarholt.

Vogabúar reka skátastarf frá hausti og fram á vor ár hvert fyrir börn og ungmenni. Þar að auki er á sumrin starfræktur Útilífsskóli Vogabúa með sumarnámskeiðum.

Félagið á og rekur skátaheimili að Logafold 106 í Grafarvogi og er sú staðsetning steinsnar frá náttúruperlum Grafarvogsins, útivistarsvæðum við botn skíðabrekkunnar og stutta gönguvegalengd í íþróttamiðstöðina Dalhúsum.

Vogabúar eiga skátaskálann Dalakot sem er staðsettur við jaðar Hellisheiði, til móts við Skíðaskálann í Hveradölum. Dalakot hefur munað fífil sinn fegurri þegar þetta er ritað og eru fyrirhugaðar framkvæmdir til að koma honum í stand.

Félagsaðild

Félagsgjaldið fyrir starfsárið 2023 til 2024 er 50.000 kr. Starfstímabil skátanna er frá september og til byrjun júní. Skátarnir geta mætt á tvo fundi til prufu áður en gengið er frá greiðslunni. Systkinaafsláttur er 10% fyrir þau systkini sem koma á eftir því fyrsta.

Reikningsupplýsingar

Bankareikningur 0324-26-002139
Kennitala 640288-2139

gjaldkeri@vogabuar.is

Félagsgjald og hvað er innifalið í því

50000kr.pr. ár
  • Aðgangur að vikulegum skátafundum
  • Kostnaður vegna dagskrár á fundum og í dagsferðum
  • Skátaklútar, merki og afnot af búnaði félagsins
  • Aðgangur að félagsútilegu sem þarf að skrá sig í og greiða fyrir
  • Ein peysa merkt Vogabúum við innritun

Viltu vera með?

Skráning í félagið

Viltu vera með?

Skráning í félagið

Viltu vera með?

Skráning í félagið

Starfsmenn og stjórn

Starfsmaður: Embla Nótt Róbertsdóttir
Símar: 587 3088 / 897 3088
Email: vogabuar@vogabuar.is

Viðverutími

Á meðan skátafundum stendur en svarar síma og tölvupósti þess á milli

Símatími

Virka daga 16:00-17:00

Stjórn

Félagsforingi: Róbert Örn Albertsson
Aðstoðar félagsforingi: Hallbjörn Magnússon
Gjaldkeri: Ragnar Karl Jóhannsson
Ritari: Ragnheiður Eiríksdóttir
Meðstjórnendur: Helgi Þór Guðmundsson
Varamaður: Sólrún Ólafsdóttir

Skráðu þig í Vogabúa

Skemmtilegt starf fyrir skáta á öllum aldri

Skráning í félagið