Lög Skátafélagsins Vogabúa

Síðast breytt:apríl 22, 2021

1.gr – Nafn og starfssvæði

Félagið heitir Skátafélagið Vogabúar. Heimili þess og starfsvettvangur er Grafarvogur og Grafaholt.

2.gr – Aðildarsamtök

Félagið er aðili Bandalagi íslenskra skáta og Skátasambandi Reykjavíkur og starfar samkvæmt lögum þeirra og grunngildum.

3.gr – Markmið

Markmið félagsins er þroska börn og ungt fólk til verða ábyrgir, sjálfstæðir og virkir einstaklingar í samfélaginu. Með hliðsjón af lögum bandalagsins þar sem tilgangur félagsins er bjóða uppskátastarf samkvæmt grunngildum Bandalags íslenskra skáta.

Grunngildi Bandalags íslenskra skáta eru af þrennum toga:

  • Samfélagsleg gildi sem tengjast hlutverki skátahreyfingarinnar:
  • Skátahreyfingin er alþjóðleg uppeldisog friðarhreyfing sem stuðlar menntun ungs fólks með sjálfsnámi.
  • Skátahreyfingin er opin öllum og óháð stjórnmálasamtökum.

Siðferðileg gildi sem finna má í:

  • Skátaheiti.
  • Skátalögum.
  • Kjörorði skáta.

Aðferðafræðileg gildi sem fólgin eru í Skátaaðferðinni og byggja á:

  • Stigvaxandi sjálfsnámi.
  • Kerfi innbyrðis tengdra lykilþátta.
  • Grunngildi Bandalags íslenskra skáta mynda sameiginlega grundvöll skátastarfs og skilgreina þannig sérstöðu þess.

4.gr – Innganga, félagaaðild, félagsgjöld

Aðild skátafélaginu Vogabúum er opin öllum skamkvæmt nánari kynninguþví aldurbili sem félagið starfar meðhverjum tíma.

Skátastarf miðast við þarfir allra einstaklinga svo miklu leyti sem aðstæður leyfahverjum tíma.

Vogabúar virða sérhverja lífsskoðun sem samræmist skátaheitinu og skátalögunum. Í skátastarfi og við inngöngu nýliða skal virða og engan greinarmun gera vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis, kynhneigðar eða annarra ástæðna.

Hver  sem gerist félagsmaður skuldbindur sig til hlýða lögum og reglugerðum félagsins. Félagið innheimtir félagsgjöld einusinniönn. Félagsmaður telst ekki fullgildur fyrr en hann hefur lokið greiðslu félagsgjalda. Félagsgjöld eru óendurkræf 2/3 hluta þó svo viðkomandi hætti í félaginu yfirstandandi starfsári.

Félagsmaður getur ekki skuldbundið sjóði félagsins nema með samþykki félagsstjórnar eða gjaldkera fyrir hennar hönd. Úrsögn úr félaginu skal senda félagsforingja eða fulltrúa hans og skal hún vera skrifleg.

5. GREIN – Stjórn

Stjórn félagsins skal skipuð fimm aðilum. Aðalfundur kýs félagsforingja, og meðstjórnendur. Annað árið skal kjósa félagsforingja, tvo meðstjórnendur og hitt árið tvo meðstjórnendur og Stjórnin skiptir með sér störfum. Á fyrsta fundi stjórnar skal hún velja sér aðstoðarfélagsforingja og gjaldkera.

Ef atkvæði falla jöfnstjórnarfundi skal atkvæði félagsforingja eða aðstoðarfélagsforingja í fjarveru hans ráða úrslitum. Stjórnin telst ákvörðunarhæf þegar þrír eru mættirstjórnarfund.

Stjórn félagsins sér um lögum og reglugerðum félagsins sé framfylgt.

Hún varðveitir eignir félagsins og sér um eftir því sem unnt er, nefndir og trúnaðarmenn félagsins gegni störfum sínum vel og af trúnaði. Stjórn félagsins skipar formenn nefnda og ráða sem í félaginu starfa. Stjórnin sér um fjármunum félagsins sé variðskynsaman og ábyrgan hátt. Stjórn ákvarðar upphæð félagsgjalda hverju sinni.

Gjaldkeri varðveitir fjármuni félagsins, greiðir reikninga og annast innheimtu félagsgjalda. Starfsmaður sér um halda félagaskrá ásamt gjaldkera. Stjórn fer með æðsta vald innan félagsins á milli aðalfunda. Stjórn skal funda jafnaði mánaðarlega. Ef til forfalla kemur hefur stjórn vald til þess skipa auka stjórnarmeðlim fram næsta aðalfundi.

Hlutverk Félagsforingj

  • Er fulltrúi félagsins útvið
  • Boðar og stjórnar fundum félagsstjórnar
  • Fylgir eftir ákvörðunum aðalfunda, félagsráðsfunda og stjórnarfunda.
  • Skipar foringja og embættismenn félagsins í samráði við aðstoðarfélagsforingja.
  • Útbýr erindisbréf til starfshópa eftir þörfum hverju sinni.
  • Gerir ráðningarsamninga við starfsmenn félagsins í samræmi við ákvörðun stjórnar.

Hlutverk Aðstoðarfélagsforingja

  • Sér um rekstur og skipulagningu félagsstarfsins og hefur reglubundið eftirlit með skátastarfinu í félaginu.
  • Stjórnar félagsráðsfundum félagsins.
  • Heldur utan um foringjaþjálfun.
  • Heldur utan um dagskrá félagsins.
  • Hefur umsjón með því  atburðir félagsins séu undirbúnir og auglýstir tímanlega.
  • Sér um viðurkenningamál félagsins.
  • Aðstoðarfélagsforingi gegnir störfum félagsforingja í forföllum hans.

Hlutverk Gjaldkera:

  • Varðveitir félagssjóð og annast greiðslu reikninga.
  • Sér um öll fjármál félagsins og hefur eftirlit með sjóðum félagsins.
  • Annast umsjón með tryggingum félagsins og eigum þess.

6. GREIN – Félagsráð

félaginu skal starfa félagsráð. félagsráði sitja: félagsstjórn, starfsmaður, sveitarforingjar og aðstoðarsveitarforingjar. Fundir félagsráðs skulu vera minnst einu sinni í mánuði nema yfir sumarmánuðina, þá eftir þörfum. Fundum skal stjórnað samkvæmt 5. grein. Stjórn félagsins setur reglugerðir um einstaka þætti í félagsstarfinu í samráði við félagsráð.

7. GREIN – Aðalfundur

Aðalfundur telst löglegur sé til hans löglega boðað og 3/5 félagsráðs séu mættir. Sé svo ekki skal boða til annars fundarsama hátt innan eins mánaðar og skoðast hann löglegur án tillits til mætingar.

Aðalfund skal jafnaði haldatímabilinu 15. janúar – 1. mars ár hvert og hefur hann æðsta vald í málefnum félagsins. Til aðalfundar skal boðað með auglýsinguheimasíðu félagsins og með tölvupósti eða bréflega til allra félagsmanna með tíu daga fyrirvara. Auk þess skulu fulltrúar B.Í.S og S.S.R boðaðir.

Réttur til setuaðalfundi:

A) Með atkvæðisrétt:

  • Félagsstjórn
  • Félagsráð
  • Allir meðlimir félagsins 16 ára og eldri sem skuldlausir eru við félagið.

B) Sem áheyrnarfulltrúar:

  • Allir meðlimir félagsins 15 ára og eldri meðan húsrúm leyfir.
  • Fulltrúi frá B.Í.S.
  • Fulltrúi frá S.S.R.
  • Foreldrar og forráðamenn skáta í félaginu

C) Verkefni aðalfundar eru:

  • Kosning fundarstjóra og fundarritar
  • Skýrsla stjórnar.
  • Endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir síðastliðið starfsár lagðir fram til samþykktar.
  • Fjárhagsáætlanir.
  • Lagabreytingar
  • Kosning í stjórn skv. 5. grein.
  • Kosning skoðunarmanns reikninga.
  • Uppstillinganefnd skipuð
  • Önnur mál.

Uppstillinganefnd er skipuð til eins árs eða fram næsta aðalfundi. Hún ber ábyrgðþví  framboð séu í öll embætti og tekur við framboðum þar til atkvæðagreiðslu kemur. Hún skal skipuð 3 einstaklingum.

8. GREIN –Félagsgjöld

Stjórn félagsins hefur heimild til fella niður félagsgjöld einstakra félagsmanna. Reikningar félagsins miðast við almanaksárið. Skoðunarmenn reikninga félagsins skulu vera tveir, annar skal kosinn af aðalfundi, en hinn tilnefndur af S.S.R.

Hætti félagið störfum skulu eignir þess renna til S.S.R.

9. GREIN – Fundarsköp

öllum æðri fundum félagsins skal fara eftir almennum fundarsköpum. Í öllum atkvæðagreiðslum innan félagsins skal einfaldur meirihluti ráða.

10. GREIN – Lagabreytingar

Lögum þessum verður aðeins breyttaðalfundi. Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist félagsstjórn eigi síðar en 6 dögum fyrir aðalfund. Þær skulu þá gerðar aðgengilegar þeim sem boðaðir voruaðalfund.

11. GREIN

Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykktaðalfundi Skátafélagsins Hamars 7. febrúar 2002. Breytingar samþykktaraðalfundi Skátafélagsins Hamars 7. apríl 2008. Breytingar samþykktaraðalfundi Skátafélagsins Hamars 15. febrúar 2016. Nafnabreyting samþykkt á auka aðalfundi 17.september 2020

Skráðu þig í Skátafélagið Vogabúar

Skemmtilegt starf fyrir skáta á öllum aldri

Skráning í félagið