Færnimerki bjarga

Bjarga

Drekaskátar
Fálkaskátar

Tilheyrir þemanu skyndihjálp í Febrúar
ásamt eftirfarandi færnimerkjum.

Færnimerkin plástra

“Bjarga” er framhald af færnimerkinu “Hjálpa”. Til að hjálpa einhverjum í mikilli neyð er mikilvægt að hafa bæði færni og þekkingu til að bregðast rétt við. Auk þess þurfa þeir sem vinna að merkinu að geta haft góða yfirsýn yfir slysstað og þora að leggja hönd á plóg við að aðstoða.

Reynir á

 • Lausnaleit
 • Líkamlegt atgervi
 • Að hugsa vel um eigin líkama
 • Samvinnu

Kröfur

Til að fá færnimerkið “Bjarga” þarftu að þekkja til og geta sýnt flokknum þínum og foringja að þú þekkir og kunnir skil á því sem færnimerkið “Hjálpa” krefst af þér.

Að auki þarftu að kunna skil á eftirfarandi:

 • Kunna að lesa í slysstað, forgangsraða og útdeila verkefnum.
 • Vita hvernig á að meðhöndla beinbrot.
 • Kunna að slökkva eld á logandi manneskju.
 • Vita hvernig á að meðhöndla stærri brunasár.
 • Kunna að veita blásturmeðferð og hjartahnoð.
 • Vita hvernig á að meðhöndla einhvern sem er meðvitundarlaus vegna ölvunar eða eitrunar, vegna blóðsykurfallis hjá sykursjúkum eða vegna flogaveikiskasts.
 • Vita hvernig á að meðhöndla kalsár og hvernig skal greina og meðhöndla ofkælingu.

Skráðu þig í Vogabúa

Skemmtilegt starf fyrir skáta á öllum aldri

Skráning í félagið