Í sumar munu Vogabúar bjóða uppá skemmtileg og fjölbreytt sumarnámskeið líkt og fyrri ár. Eitt námskeiðanna er í viku þar sem frídag verslunarmanna ber upp og verður því 4ra daga námskeið gegn lægra gjaldi. Tvö námskeiðanna innifela útilegu og verða því á hærra gjaldi.

Útilífsskóli Vogabúa
  • Námskeið 1 – 12. júní til 16. júní – 16.000 kr.
  • Námskeið 2 – 19. júní til 23. júní – 21.500 kr. (útilega 22. júní og heimkoma í hádeginu 23. júní)
  • Námskeið 3 – 26. júní til 30. júní – 16.000 kr.
  • Námskeið 4 – 3. júlí til 7. júlí – 21.500 kr. (útilega 6. júlí og heimkoma í hádeginu 7. júlí)
  • Námskeið – 10. júlí til 14. júlí – Verður ekki námskeð vegna skátasumarsins 12.-16. júlí
  • Námskeið 5 – 17. júlí til 21. júlí – 16.000 kr.
  • Námskeið 6 – 24. júlí til 28. júlí – 16.000 kr.
  • Námskeið 7 – 8. ágúst til 11. ágúst – 13.500 kr. (4ra daga námskeið vegna verslm.helgi)

Við erum með 10% systkinaafslátt. Systkinaafsláttur á að koma sjálfkrafa inn í Sportabler þegar systkini eru skráð inn.

Grafarvogurinn er heillandi staður fyrir börn um sumartímann, enda stutt í náttúrulegt umhverfi og ævintýraleg svæði.

Útilífsskóli Vogabúa byggir á mikilli útiveru og meðal viðfangsefna eru sund, náttúruskoðun, klifur, sig, rötun, útieldun, skátaleikir og margt fleira.

Upplýsingar:
Starfssvæði Útilífsskóla Vogabúa eru Grafarvogurinn.
Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 8 til 12 ára.
Þá daga sem námskeiðin eru haldin stendur dagskráin yfir frá kl. 9.00 til 16.00 alla daga.
Nauðsynlegt er að þátttakendur mæti klæddir eftir veðri og með þrjú nesti fyrir daginn.
Allir þátttakendur fá sendan með sér ítarlegan bækling um tilhögun námskeiðsins.
Innifalið í verði er öll dagskrá, sundferðir og pylsuveisla á föstudegi hvers námskeiðs.

Skráning í Útilífsskólann

Óska eftir símtali

    Starfsmaður Vogabúa mun hafa samband við þig og svara spurningum þínum um skátastarfið.

    Skráðu þig í Skátafélagið Vogabúar

    Skemmtilegt starf fyrir skáta á öllum aldri

    Skráning í félagið