Færnimerki laga

Laga

Fálkaskátar
Dróttskátar

Tilheyrir þemanu samvinna í janúar
ásamt eftirfarandi færnimerkjum.

Færnimerki blogga
Færnimerki spjalla
Færnimerki alþjóðaskátun læra
Færnimerki alþjóðaskátun hlusta
Færnimerki alþjóðaskátun hitta

Flestir staðir verða mun meira aðlaðandi, spennandi og skemmtilegir ef þeim er vel við haldið. “Laga” færnimerkið er frábær hvatning til að betrumbæta nærumhverfi þitt, til dæmis. flokks- eða sveitarherbergið eða skátaheimilið. Á sama tíma ert þú og flokkurinn/sveitin þín að reyna á ykkur sjálf við raunverulegar aðstæður til að ná settu marki.

Reynir á

  • Líkamleg áskorun
  • Hugmyndaflug og sköpun
  • Gagnrýna hugsun

Kröfur

Til að fá færnimerkið “Laga” þarftu að búa til, laga eða breyta einhverju í flokks- eða sveitarherberginu, skátaheimilinu, skátaskálanum eða nærumhverfinu.
Byrjið á að fá hugmyndir að því hvað ykkur langar að gera áður en þið hefjist handa við að skipuleggja og útvega rétta efniviðinn. Ekki gleyma að fá leyfi hjá sveitarforingja/félagsforingja eða bæjaryfirvöldum áður en byrjað er á verkinu. Síðan er hafist handa við að, mála, smíða, bæta, sauma eða hvaðeina sem þið ákveðið að taka ykkur fyrir hendur og læra meira um. Að lokum er svo gott að endurmeta hvernig til tókst.

Skráðu þig í Vogabúa

Skemmtilegt starf fyrir skáta á öllum aldri

Skráning í félagið