Færnimerki náttúrulega

Náttúrulega

Drekaskátar
Fálkaskátar
Dróttskátar

Tilheyrir þemanu rötun í september
ásamt eftirfarandi færnimerkjum.

Færnimerki ramba
Færnimerki rata

Skátalíf er útilíf! Með því að kynnast náttúrunni í öllu sínu veldi og leggja sig fram við að þekkja umhverfi sitt og alla þá möguleika sem náttúran hefur að bjóða, verður bæði auðveldara og skemmtilegra að njóta útiverunnar.

Reynir á

  • Eigin gildi
  • Hugmyndaflug og sköpun
  • Náttúruvitund

Kröfur

Til að fá færnimerkið “Náttúrulega” þarftu að þekkja til algengustu trjáa, plantna og dýra í nágrenni þínu. Þar sem það getur verið misjafnt eftir því hvar skátar á Íslandi búa ættu foringjar að hjálpa til við að ákveða hvaða tré, plöntur og dýr sé nauðsynlegt að þekkja. Þú þarft einnig að vita hvar er hægt að finna upplýsingar um annað áhugavert sem þú sérð í náttúrunni. Þú þarft að þekkja til almannaréttar (tékka hvort þetta er rétt lagalegt orð) á Íslandi, hvað við megum og megum ekki gera í náttúrunni og hvernig við getum eytt tíma í henni án þess að skemma hana eða skilja eftir okkur ónauðsynleg ummerki.

Skráðu þig í Vogabúa

Skemmtilegt starf fyrir skáta á öllum aldri

Skráning í félagið