Færnimerki blogga

Blogga

Fálkaskátar
Dróttskátar

Tilheyrir þemanu samvinna í janúar
ásamt eftirfarandi færnimerkjum.

Færnimerki laga
Færnimerki spjalla
Færnimerki alþjóðaskátun læra
Færnimerki alþjóðaskátun hlusta
Færnimerki alþjóðaskátun hitta

Með því að skrásetja samviskusamlega það sem við gerum er auðveldara að muna eftir skemmtilegum viðburðum og ævintýrum. Með því að halda úti opinni dagbók um það sem þú ert að gera í skátastarfi gefst fullkomið tækifæri til að sýna og segja öðrum frá því sem þú ert að fást við.

Reynir á

  • Sjálfsvitund og sjálfsálit
  • Skilning á samfélaginu/heiminum
  • Samskipti
  • Hugmyndaflug og sköpun

Kröfur

Til að fá færnimerkið “Blogga” þarftu að skrásetja á stafrænu formi að eigin vali það sem þú gerir í skátastarfi í að minnsta kosti tvo mánuði, t.d. með því að búa til blogg, vefsíðu eða instagram síðu. Notaðu bæði texta og myndir (en fáðu samt fyrst leyfi allra þeirra sem eru á myndunum áður en þú birtir þær). Ræddu reglulega við aðra í flokknum/sveitinni um það hvernig gengur og reyndu einnig að meta, með aðstoð foringja þíns, hvernig tekst til og hvernig þér finnst að deila reynslu þinni með öðrum á opinberum vettvangi.

Skráðu þig í Vogabúa

Skemmtilegt starf fyrir skáta á öllum aldri

Skráning í félagið