Færnimerki spjalla

Spjalla

Dróttskátar

Tilheyrir þemanu samvinna í janúar
ásamt eftirfarandi færnimerkjum.

Færnimerki laga
Færnimerki blogga
Færnimerki alþjóðaskátun læra
Færnimerki alþjóðaskátun hlusta
Færnimerki alþjóðaskátun hitta

Það eru um 40 milljón skátar í heiminum, en hversu mörgum skátum ertu raunverulega í samskiptum við? Margir þeirra eru á netinu og því er tilvalið að reyna að hafa samband við einhverja þeirra til að fræðast um hvað þeir eru að gera og hvað þeir telja mikilvægast í sínu skátastarfi.

Reynir á

Skilningur á samfélaginu/heiminum
Samskipti
Lausnaleit
Eigin gildi

Kröfur

Til að fá færnimerkið “Spjalla” notar þú netið til að eiga samskipti við aðra skáta á Íslandi eða annars staðar í heiminum. Kynntu þér t.d. JOTA/JOTI sem er haldið árlega. Á skátamótum, námskeiðum eða öðrum viðburðum hittir maður líka aðra skáta sem gæti verið gaman að halda sambandi við í gegnum samfélagsmiðla. Þú getur líka leitað að áhugaverðum skátum eða spjallrásum fyrir skáta sem væri áhugavert að taka þátt í. Skátasveitin eða flokkurinn getur t.d. komið sér saman um, í samráði við foringja, skemmtilegar spurningar sem hægt er að spyrja aðra til að fræðast betur um þá. Virkni þín í þessum samskiptum þarf að vera að minnsta kosti þrír mánuðir.

Skráðu þig í Vogabúa

Skemmtilegt starf fyrir skáta á öllum aldri

Skráning í félagið