Færnimerki lýðræði

Lýðræði

Fálkaskátar
Dróttskátar

Tilheyrir þemanu samfélag í nóvember
ásamt eftirfarandi færnimerkjum.

Færnimerki Lífsskoðun
Færnimerki góðborgari
Færnimerki heimsborgari
Færnimerki flokka
Færnimerki endurvinna

Lýðræði er, meðal annars, sú sýn að skoðanir allra séu jafn réttháar og að allir hafi sama rétt á að hafa áhrif ákvarðanir sem varða hagsmuni heildarinnar. Til að lýðræði virki er mikilvægt að við höfum góðar og einfaldar leiðir til að taka sameiginlegar ákvarðanir. Hvernig er lýðræðinu háttað í þínum skátaflokki eða sveit?

Reynir á

  • Eigin gildi
  • Gagnrýna hugsun
  • Samskipti
  • Skilning fyrir samfélaginu/heiminum

Kröfur

Til að fá færnimerkið “Lýðræði” þarftu að kunna skil á eftirfarandi:

  • Vita hvernig skipulagi er háttað í skátafélaginu þínu, BÍS og Alheimssamtökum skáta (WOSM/WAGGGS).
  • Hafa tekið þátt í kosningum af einhverju tagi, t.d. í flokks- eða sveitarráðinu eða á aðalfundi skátafélagsins.
  • Vita hvernig þú getur haft áhrif með því að skrifa ályktun eða tillögu til félagsstjórnar.
  • Ræða í sveitinni þinni um lýðræði, hvernig raddir allra geta heyrst, hvernig best er að taka ákvarðanir o.s.frv.
  • Halda fund með sveitinni þinni sem hefur fyrirfram ákveðna dagskrá, fundarstjóra og ritara.
  • Hafa prófað, með sveitinni þinni eða félaginu, ólíkar aðferðir til að komast að sameiginlegri niðurstöðu, t.d. með hugstormun/þankahríð (brainstorming)

Skráðu þig í Vogabúa

Skemmtilegt starf fyrir skáta á öllum aldri

Skráning í félagið