Færnimerki Lífsskoðun

Lífsskoðun

Fálkaskátar
Dróttskátar

Tilheyrir þemanu samfélag í nóvember
ásamt eftirfarandi færnimerkjum.

Færnimerki lýðræði
Færnimerki góðborgari
Færnimerki heimsborgari
Færnimerki flokka
Færnimerki endurvinna

Heimurinn er stór og það er oft erfitt að vita hvað maður vill, hvaðan allt kemur eða hvernig maður eigi að haga sínu eigin lífi. Skátastarf hvetur þig til að líta innávið og reyna að svara stóru spurningunum um lífið og tilveruna.

Reynir á

  • Eigin gildi
  • Eigin tilvist
  • Skilning fyrir samfélaginu/heiminum

Kröfur

Til að fá færnimerkið “Lífsskoðun” þarftu að ígrunda jörðina, alheiminn og hvernig allt varð til.

Hér eru nokkrar tillögur til að hjálpa þér að lýsa trú/lífsskoðun þinni og kynnast trú/lífsskoðunum annarra: Finndu textabrot, ljóð, lag eða atriði í kvikmynd eða sjónvarpsþætti sem þér finnst lýsa vel þinni lífsskoðun og hvernig þú vilt haga þínu lífi. Deildu því með öðrum í flokknum/sveitinni þinni og ræðið og rökstyðjið valið.

Að auki skaltu velta fyrir þér eftirfarandi spurningum og kannaðu hvað þeim, sem aðhyllast aðra lífsskoðun en þú, finnst um þær:

  • Á hvað trúir þú?
  • Hvað er gott í þinni trú/lífsskoðun?
  • Hvað í þinni trú/lífsskoðun færir þér hamingju?
  • Er eitthvað sem hindrar þig í að hafa þessa trú/lífsskoðun?
  • Er til guð/ir?
  • Hvað gerist þegar við deyjum?

Athugaðu hversu marga þú þekkir sem aðhyllast aðra trú/lífsskoðun en þú, vinir, skólafélagar, nágrannar o.s.frv. Taktu viðtöl við einhverja tvo þeirra sem eru virkir í sinni trú/lífsskoðun og leggðu fyrir þau spurningarnar að ofan. Kynntu niðurstöðurnar fyrir flokknum/sveitinni þinni. Talaðu við einhvern af annarri kynslóð (foreldrar eða afar/ömmur) hvernig lífið var þegar þau voru á þínum aldri. Á hvað trúðu þau? Hefur eitthvað breyst síðan þá?

Hefur trú/lífsskoðun þín e.t.v. haft áhrif á skátastarf þitt? Á hvaða hátt? Taktu þér góðan tíma í verkefnið og ígrundaðu vandlega hvers þú hefur orðið vísari.

Skráðu þig í Vogabúa

Skemmtilegt starf fyrir skáta á öllum aldri

Skráning í félagið