Færnimerkið Logi

Logi

Fálkaskátar

Tilheyrir þemanu útieldun í Október
ásamt eftirfarandi færnimerkjum.

Færnimerkið Neisti
Færnimerkið bál
Færnimerkið Kokkur
Færnimerkið Aðstoðarkokkur
Færnimerkið Meistarakokkur

“Logi” er framhald af færnimerkingu “Neisti”. Þar nærðu betri tökum á handtökum sem beita þarf til að kveikja eld og hvernig á að umgangast hann á ábyrgan hátt, t.d. við eldamennsku, búa til stemningu eða til að hlýja sér.

Reynir á

  • Lausnaleit
  • Náttúruvitund
  • Samvinnu

Kröfur

Til að fá færnimerkið “Logi” þarftu að þekkja til og geta sýnt skátafélögum þínum og foringja að þú þekkir og kunnir skil á því sem færnimerkið “Neisti” krefst af þér.

Að auki þarftu að kunna skil á eftirfarandi:

  • Vita hvað þarf til að fá eld til að loga vel (súrefni, hiti, eldsneyti) og prófa hvað gerist þegar einhver af þessum þáttum er ekki til staðar.
  • Vita hvernig á að útbúa mat yfir opnum eldi á öruggan hátt, þ.e. hvernig á að koma í veg fyrir að eldurinn geti dreift sér og vera viðbúin/n að slökkva hann aftur.
  • Geta kveikt upp eld.

Skráðu þig í Vogabúa

Skemmtilegt starf fyrir skáta á öllum aldri

Skráning í félagið