Kokkur
Fálkaskátar
Tilheyrir þemanu útieldun í Október
ásamt eftirfarandi færnimerkjum.
“Kokkur” er framhald af færnimerkinu “Hjálparhella”. Hér færðu að taka þátt í skipulagningu fyrir matargerð og elda flóknari rétti á mismunandi vegu.
Reynir á
- Að hugsa vel um eigin líkama
- Samvinnu
- Gagnrýna hugsun
- Samfélagsvirkni
Kröfur
Til að fá færnimerkið “Kokkur” þarftu að hafa lokið færnimerkinu “Hjálparhella”. Einnig þarftu að skipuleggja matseðil fyrir helgarútilegu. Þú þarft að geta fylgt uppskriftum og eldað mat með fjölbreyttum hráefnum, bæði innandyra og úti yfir opnum eldi. Þú þarft einnig að þekkja hvað hefur áhrif á geymsluþol hráefna og hvernig þarf að geyma þau svo þau endist sem lengst.