Færnimerki heimsborgari

Heimsborgari

Fálkaskátar
Dróttskátar

Tilheyrir þemanu samfélag í nóvember
ásamt eftirfarandi færnimerkjum.

Færnimerki lýðræði
Færnimerki Lífsskoðun
Færnimerki góðborgari
Færnimerki flokka
Færnimerki endurvinna

Skátar eru virkir þátttakendur í samfélaginu og reyna að bæta það. Færnimerkið “Heimsborgari” snýst um að gera eitthvað fyrir aðra og eitthvað sem hefur áhrif á samfélagið. Að hafa áhrif á samfélagið snýst ekki síður um að gera þig víðsýnni og breyta lífssýn þinni til frambúðar.

Reynir á

  • Virkni í samfélaginu
  • Sjálfsvitund og sjálfsálit
  • Samskipti
  • Eigin gildi

Kröfur

Til að fá færnimerkið “Heimsborgari” þarftu ásamt flokknum/sveitinni þinni, að gera eitt eða fleiri góðverk sem hafa áhrif á aðra. Til dæmis með því að standa fyrir fatasöfnun fyrir bágstadda, þrífa almenningssvæði í nærumhverfinu, stuðla að minnkaðri plastnotkun í sveitarfélaginu með því að selja eða gefa taupoka eða standa að herferð til að minnka bílaumferð í hverfinu þínu. Það mikilvægasta er að það sem þið gerið hafi góð áhrif á allt samfélagið og heiminn í heild sinni. Hafið bæjar- eða sveitaryfirvöld með í ráðum og mögulega fyrirtæki sem geta lagt hönd á plóg. Þegar verkefninu er lokið þurfið þið, ásamt foringja, að meta hvernig til hefur tekist og hvaða áhrifum verkefnið mun skila.

Skráðu þig í Vogabúa

Skemmtilegt starf fyrir skáta á öllum aldri

Skráning í félagið