Færnimerki flokka

Flokka

Drekaskátar

Tilheyrir þemanu samfélag í nóvember
ásamt eftirfarandi færnimerkjum.

Færnimerki lýðræði
Færnimerki Lífsskoðun
Færnimerki góðborgari
Færnimerki heimsborgari
Færnimerki endurvinna

Við eigum aðeins eina jörð og til þess að við sem hana byggjum getum notið hennar sem lengst er mikilvægt að við göngum vel um hana. Skátar taka virkan þátt í að reyna að vernda jörðina og viðhalda henni og það er best gert með því að vita hvernig við höfum áhrif á hana og hvað við getum gert til að minnka skaðleg áhrif okkar.

Reynir á

  • Virkni í samfélaginu
  • Náttúruvitund
  • Eigin gildi

Kröfur

Til að fá færnimerkið “Flokka” þarftu að vita hvernig við mannfólkið höfum áhrif á náttúruna og sýna að þú leggur þitt af mörkum til að vernda hana. Það gerirðu með því að:

  • Ræða við flokkinn/sveitina þína um það hvað þú notar rafmagn í dags daglega og gerðu lista yfir það hvernig þú getur minnkað notkunina. Eftir einhvern tíma, t.d. mánuð, skaltu skoða listann aftur og athuga hvernig gengið hefur að minnka rafmagnsnotkun.
  • Standa, ásamt flokknum/sveitinni, fyrir hreinsunarátaki þar sem þið safnið rusli einhvers staðar úti eða hjá einhverju fyrirtæki og gefið eða seljið allt sem er nýtilegt.
  • Kynntu þér umhverfismerkin á mismunandi vörum með flokknum/sveitinni þinni og foringja. Lærðu þrjú algengustu merkin og hvað þau standa fyrir.

Skráðu þig í Vogabúa

Skemmtilegt starf fyrir skáta á öllum aldri

Skráning í félagið