Færnimerkið byggja

Byggja

Fálkaskátar
Dróttskátar

Tilheyrir þemanu hnífar, hnútar og súrra í mars
ásamt eftirfarandi færnimerkjum.

Færnimerkið hnýta
Færnimerki binda

Að byggja eitthvað stórt og nytsamlegt er skemmtileg áskorun. Það er frábær leið til að æfa sig í skipulagningu og til að finna nýjar og spennandi lausnir. Það er ekki verra að geta byggt eitthvað sem allur flokkurinn getur haft gaman af.

Reynir á

  • Lausnaleit
  • Líkamleg áskorun
  • Hugmyndaflug og sköpun
  • Samvinnu

Kröfur

Til að fá færnimerkið “Byggja” þarftu að taka þátt í að skipuleggja og byggja stóra trönubyggingu, t.d. þrautabraut, aparólu, hengirúm eða hlið á skátamóti. Fyrsti hluti verkefnisins er að hanna bygginguna, t.d. með því að teikna hana upp eða búa til líkan, svo að skipuleggja hvernig framkvæma á verkið og hvaða verkfæri og efniðvið þarf til. Að byggingu lokinni er svo tilvalið að leyfa öðrum að prófa hvernig til tókst. Ekki gleyma að ganga vel frá.

Skráðu þig í Vogabúa

Skemmtilegt starf fyrir skáta á öllum aldri

Skráning í félagið