Færnimerkið bál

Bál

Fálkaskátar
Dróttskátar

Tilheyrir þemanu útieldun í Október
ásamt eftirfarandi færnimerkjum.

Færnimerkið Neisti
Færnimerkið Logi
Færnimerkið Kokkur
Færnimerkið Aðstoðarkokkur
Færnimerkið Meistarakokkur

“Bál” er framhald af færnimerkingu “Logi”. Með því að vinna að þessu merki nærðu góðum tökum á öllu sem viðkemur því að meðhöndla eld á ábyrgan hátt.

Reynir á

  • Lausnaleit
  • Náttúruvitund
  • Samvinnu

Kröfur

Til að fá færnimerkið “Bál” þarftu að þekkja til og geta sýnt flokknum þínum og foringja að þú þekkir og kunnir skil á því sem færnimerkið “Logi” krefur af þér.

Að auki þarftu að kunna skil á eftirfarandi:

  • Finna eldivið/eldsneyti í náttúrunni og geta, með aðstoð vasahnífs og eldspýtna, kveikt upp góðan eld og látið hann loga lengi.
  • Þekkja mismunandi báltegundir og vita hvaða aðferðir er best að nota við t.d. eldamennsku, fyrir varðeld eða til að hlýja sér við.
  • Geta þekkt ólíkar trjátegundir og vita hvernig mismunandi viður hagar sér í eldi, t.d. hvaða viður gefur mesta hitann eða snarkar mest í.
  • Hafa prófað að kveikja upp eld með öðru en eldspýtum/kveikjara, svo sem með stækkunargleri eða eldstáli.

Skráðu þig í Vogabúa

Skemmtilegt starf fyrir skáta á öllum aldri

Skráning í félagið