Færnimerki alþjóðaskátun læra

Læra

Alþjóðaskátun

Drekaskátar

Tilheyrir þemanu samvinna í janúar
ásamt eftirfarandi færnimerkjum.

Færnimerki laga
Færnimerki blogga
Færnimerki spjalla
Færnimerki alþjóðaskátun hlusta
Færnimerki alþjóðaskátun hitta

Skátahreyfingin er alþjóðleg hreyfing með um 40 milljón skáta í meira en 160 löndum. Að kynna sér skátastarf í öðrum löndum og menningu þeirra er mikilvægur hluti af skátastarfi. Þannig stuðlum við að friði í heiminum og gagnkvæmum skilningi á milli fólks frá ólíkum þjóðum og löndum.

Reynir á

  • Skilning á samfélaginu/heiminum
  • Eigin gildi
  • Sjálfsvitun og sjálfsálit

Kröfur

Til að fá færnimerkið “Alþjóðaskátun: Læra” þarftu að kynna þér hvernig það er að vera skáti í öðru landi og hvað það felur í sér. Þú getur t.d. athugað hvað skátar í viðkomandi landi gera í sínu skátastarfi og hvað er líkt og ólíkt í því miðað við þitt skátastarf. Þú getur líka athugað hvað eru margir skátar í viðkomandi landi, á hvaða aldri þeir eru, hvaða skátasambönd eða bandalög eru starfandi í landinu og hvaða þýðingu það hefur o.þ.h. Á skatamal.is, wagggs.org og scout.org má finna upplýsingar og tengla á skátabandalög víðsvegar um heiminn. Kannnski er einhver í flokknum/sveitinni þinni sem hefur stundað skátastarf í öðru landi og getur sagt frá því. Kynntu þér líka annað áhugavert um landið sjálft, t.d. á netinu eða á bókasafninu. Til að fá merkið þarftu að gera meira en bara lesa og spjalla. Hlustaðu á tónlist frá landinu, prófaðu að elda hefðbundinn mat frá landinu, föndraðu dýr eða náttúru frá landinu úr leir eða pappamassa, teiknaðu myndir af landinu eða lærðu þjóðdansa þess. Það gæti líka verið skemmtilegt að finna einnig upplýsingar um skátastarf í landinu, hvernig er skátaklúturinn þeirra og merkin?

Skráðu þig í Vogabúa

Skemmtilegt starf fyrir skáta á öllum aldri

Skráning í félagið