Færnimerki alþjóðaskátun hlusta

Hlusta

Alþjóðaskátun

Fálkaskátar

Tilheyrir þemanu samvinna í janúar
ásamt eftirfarandi færnimerkjum.

Færnimerki laga
Færnimerki blogga
Færnimerki spjalla
Færnimerki alþjóðaskátun læra
Færnimerki alþjóðaskátun hitta

Skátahreyfingin er alþjóðleg hreyfing með um 40 milljón skáta í meira en 160 löndum. Samskipti við skáta annars staðar í heiminum er mikilvægur hluti af skátastarfi. Þannig stuðlum við að friði í heiminum og gagnkvæmum skilningi á milli fólks frá ólíkum þjóðum og löndum auk þess sem við fáum frábært tækifæri til að kynnast nýjum vinum frá framandi löndum.

Reynir á

Skilning á samfélaginu/heiminum
Samskipti
Sjálfsvitun og sjálfsálit

Kröfur

Til að fá færnimerkið “Alþjóðaskátun: Hlusta” þarftu að kynna þér önnur lönd og menningu þeirra. Hafðu samband, ein/n eða með flokknum/sveitinni þinni, við aðra skátaflokka eða sveitir erlendis. Í gegnum þessi samskipti skaltu kynna þér menningu landsins, íbúa þess, skátastarf í landinu o.s.frv. Samskiptin geta verið hvort heldur sem er í gegnum netið eða venjulegar bréfaskriftir. Fáðu aðstoð við að finna skáta í öðrum löndum til að komast í samband við hjá Alþjóðaráði eða á skrifstofu BÍS. Á meðan samskiptin vara skaltu reglulega, bæði ein/n og með flokknum/sveitinni þinni, ígrunda hvað þið hafið spjallað um, hvernig ætli það sé að búa í hinu landinu o.s.frv.

Skráðu þig í Vogabúa

Skemmtilegt starf fyrir skáta á öllum aldri

Skráning í félagið