Skátahreyfingin er alþjóðleg hreyfing með um 40 milljón skáta í meira en 160 löndum. Að hitta skáta frá öðrum löndum er mikilvægur hluti af skátastarfi. Þannig stuðlum við að friði í heiminum og gagnkvæmum skilningi á milli fólks frá ólíkum þjóðum og löndum auk þess sem við fáum frábært tækifæri til að kynnast nýjum vinum frá framandi löndum.
Reynir á
- Skilning á samfélaginu/heiminum
- Samskipti
- Sjálfsvitun og sjálfsálit
Kröfur
Til að fá færnimerkið “Alþjóðaskátun: Hittast” þarftu að fara í heimsókn til skáta í útlöndum, eða taka á móti skátahópi frá öðru landi sem heimsækir Ísland. Þú þarft að eiga í samskiptum við skátahópinn bæði fyrir og eftir heimsóknina til að skipuleggja ferðina og þá dagskrá sem þið ætlið að gera saman á meðan dvölinni stendur. Þú munt jafnframt fræðast heilmikið um menningu skátahópsins, siði í landinu þeirra, áhugamál þeirra, skoðanir, skólamál, fjölskylduhagi o.s.frv. Að sama skapi skaltu fræða þá um Ísland og ræða hvað það er sem aðgreinir ykkur og hvað þið eigið sameiginlegt. Þegar heimsókninni er lokið þarftu að endurmeta með flokknum/sveitinni þinni og foringja og ræða hvernig til tókst og hvers þú varðst vísari.