Færnimerki sviðslist

Sviðslist

Drekaskátar
Fálkaskátar
Dróttskátar

Tilheyrir þemanu kvikmyndagerð í maí
ásamt eftirfarandi færnimerkjum.

Færnimerkið sjónlist

Með því að taka þátt í leiksýningu þjálfarðu þig á mörgum sviðum, t.d. í að tjá þig, sýna tilfinningar og áræðni í að koma fram fyrir aðra. Það krefst bæði undirbúnings og hugrekkis. Að setja upp leiksýningu með flokknum eða sveitinni getur líka verið frábær leið til að kynnast hvort öðru betur og vinna betur saman. Það gæti verið frábært tækifæri til fjáröflunar að setja upp stóra sýningu og selja inn á hana.

Reynir á
Samvinnu
Leiðtogahæfni
Sjálfsvitund og sjálfsálit
Hugmyndaflug og sköpun
Kröfur
Til að fá færnimerkið “Sviðslist” þarftu að taka þátt í að setja upp leiksýningu eða leikþátt sem er svo sýndur öðrum. Það felur í sér þáttöku í eftirfarandi:

Búa til handrit, annað hvort frumsamið eða byggt á eldri sögu.
Útbúa leikmynd, umhverfi og leikmuni.
Æfingar, á þínu framlagi og í heild með öllum sem koma að verkinu.
Þú tekur annað hvort þátt í öllum þessum þáttum eða einbeitir þér að einhverjum einum þeirra, t.d. að vera leikstjórinn, skrifa handritið eða sjá um sviðsmyndina.
Að endurmeta hvernig til tókst, með öllum hópnum, þegar frumsýningu er lokið.

Skráðu þig í Vogabúa

Skemmtilegt starf fyrir skáta á öllum aldri

Skráning í félagið