Af hverju skátarnir?
Vikulegir skátafundir
Skátafundir sem eru haldnir í skátaheimilinu Logafold 106 og umhverfinu þar í kring. Í hverjum mánuði er nýtt þema sem eru hönnuð í kringum færnimerki skátastarfsins.
Útilegur og hristingar
Á hverri önn er haldin félagsútilega og hristingar með öðrum skátafélögum. Árið 2021 verður haldið Landsmót skáta og Vogabúar hyggjast taka þátt.
Frábær aðstaða
Í skátaheimilinu Logafold 106 er fyrirmyndaraðstaða til iðkunar skátastarfs og allur búnaður til staðar. Grafarvogurinn er í stuttu göngufæri og býður uppá margvísleg ævintýri og útivist.
Í dag er ég mikill útivistamaður og bý vel að þeirri færni sem ég öðlaðist í Vogabúum sem barn. Ég eignaðist marga vini í Vogabúum og er ennþá í miklu sambandi við marga þeirra áratugum seinna.
Helgi Þór
37 ára Grafarvogsbúi