Færnimerki úti í bæ

Úti í bæ

Drekaskátar
Fálkaskátar
Dróttskátar

Tilheyrir þemanu útivera í apríl
ásamt eftirfarandi færnimerkjum.

Færnimerki úti á vatni
Færnimerki uppi á fjalli
Færnimerki úti í skóg
Færnimerki úti í snjó

Að vera úti í náttúrunni í hike-i eða í tjaldbúð getur verið stór áskorun. Það krefst góðrar skipulagningar, samvinnu og þess að þú getir tekið ábyrgð á sjálfum þér. Að auki getur það verið mjög ólíkt eftir árstíð og staðsetningu hverju sinni. “Úti” færnimerkin eru fimm, þau eru fyrir öll aldursstig og eru breytileg eftir umhverfinu. Veldu eitt þeirra til að vinna að eða bara öll (en þó bara eitt í einu).

Reynir á

  • Samvinnu
  • Samskipti
  • Náttúruvitund
  • Að hugsa vel um eigin líkama
  • Líkamlega burði
  • Sjálfsvitund og sjálfsálit

Kröfur

Til að fá færnimerkið “Úti í bæ” þarftu að taka þátt í hike-i þar sem gist er í bæ. Það fer að sjálfsögðu eftir því hvar og hvenær farið er í hike-ið í hverju það felst hverju sinni, þið getið t.d. gengið, hjólað, klifrað, siglt, róið, skíðað eða skautað. Þú þarft að taka virkan þátt í undirbúningi, svo sem að setja saman útbúnaðarlista, velja leið og ferðamáta, gististað og matseðil. Að ferð lokinni er mikilvægt að þú setjist niður með flokknum/sveitinni þinni og þið metið hvernig til tókst, t.d. hvað gekk vel og hvað þarf að gera betur næst. Til að hjálpa þér að rifja upp er gott að taka myndir og skrifa niður hugmyndir og hugsanir á meðan ferðinni stendur.

Skráðu þig í Vogabúa

Skemmtilegt starf fyrir skáta á öllum aldri

Skráning í félagið